Svissneski vinstri bakvörðurinn Ricardo Rodriguez er genginn til liðs við Real Betis á frjálsri sölu.
Þessi 31 árs gamli leikmaður semur við Betis eftir að hafa yfirgefið Torino þegar samningurinn hans rann út í sumar. Hann gerir tveggja ára samning við spænska félagið.
Rodriguez er uppalinn hjá Zurich en gekk til liðs við Wolfsburg árið 2011 og lék 184 leiki fyrir liðið áður en hann gekk til liðs við AC Milan árið 2017. Þá lék hann eitt tímabil á láni hjá PSV.
Hann gekk til liðs við Torino árið 2020 og spilaði tæplega 130 leiki og skoraði eitt mark.
Athugasemdir