Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 06. september 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Courtois ekki með gegn Íslandi - De Bruyne og Hazard ekki með í gær
Icelandair
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois.
Mynd: Getty Images
Belgar voru án lykilmanna í 2-0 sigrinum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í gær.

Kevin De Bruyne og Thibaut Courtois voru ekki í hópnum og Eden Hazard sat allan tímann á bekknum. Jason Denayer og Dries Mertens skoruðu mörkin fyrir Belgíu í leiknum.

Næsti leikur Belgíu er gegn Íslandi og segir Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, að það verði líklega þrjár breytingar á byrjunarliðinu.

„Thomas Meunier mun líklega byrja, en þú vilt ekki gera of margar breytingar vegna þess að við verðum að búa til einhvern takt," sagði Martinez eftir sigurinn í gær.

Courtois verður ekki í markinu gegn Íslandi þar sem hann er farinn aftur til Real Madrid að undirbúa sig fyrir nýtt tímabil. Hazard gæti fylgt honum. Simon Mignolet verður líklega í markinu gegn Íslandi.

De Bruyne er kominn aftur til móts við landsliðið eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu barns síns.
Athugasemdir
banner
banner