Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. september 2020 16:05
Victor Pálsson
Lengjudeildin: Þróttur og Afturelding með góða sigra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Raggi Óla
Þróttur Reykjavík vann sinn þriðja sigur í sumar í Lengjudeild karla í dag er liðið fékk Vestra í heimsókn í 14. umferð deildarinnar.

Þróttarar unnu nýlega óvæntan 2-1 útisigur á Leikni Reykjavík og fögnuðu aftur þremur stigum í dag eftir tvo leiki án sigurs.

Dion Acoff var fljótur að stimpla sig inn í leik dagsins og kom heimamönnum yfir eftir aðeins sjö mínútur. Staðan var orðin 2-0 á 20. mínútu er Esau Rojo Martinez skoraði annað mark Þróttara.og útlitið bjart.

Ignacio Gil Echevarria lagaði stöðuna fyrir Vestra í síðari hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki og 2-1 sigur Þróttara staðreynd.

Þróttur er komið úr fallsæti eftir sigurinn og er með 11 stig í 10. sæti deildarinnar. Vestri situr í því sjöunda með 19 stig.

Á sama tíma áttust við Afturelding og Leiknir F. og þar vann Afturelding virkilega góðan sigur á útivelli, 3-1.

Leiknir komst í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur fyrir austan en gestirnir sneru leiknum sér í vil og höfðu að lokum betur.

Afturelding er með 15 stig í áttunda sæti deildarinnar og situr Leiknir í fallsæti þegar 14 umferðir eru búnar hjá flestum liðum.

Þróttur R. 2 - 1 Vestri
1-0 Dion Jeremy Acoff ('7 )
2-0 Esau Rojo Martinez ('20 , víti)
2-1 Ignacio Gil Echevarria ('64 )
Rautt spjald: Friðrik Þórir Hjaltason , Vestri ('90)
Lestu nánar um leikinn hér

Leiknir F. 1 - 3 Afturelding
1-0 Izaro Abella Sanchez ('3 )
1-1 Kári Steinn Hlífarsson ('40 )
1-2 Endika Galarza Goikoetxea ('68 )
1-3 Kári Steinn Hlífarsson ('71 )
Lestu nánar um leikinn hér

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner