sun 06. september 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýir leikmenn eiga að sýna að Fjölnismenn séu ekki hættir
Fjölnir fékk tvo nýja leikmenn til sín áður en glugginn lokaði.
Fjölnir fékk tvo nýja leikmenn til sín áður en glugginn lokaði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir fékk tvo nýja leikmenn til sín áður en félagaskiptaglugginn lokaði á dögunum.

Danski miðjumaðurinn Nicklas Halse og Englendingurinn Jeffrey Monakana. Þeir voru hvorugir í hóp í 4-1 tapinu gegn Breiðabliki í gær.

„Nicklas er svona varnarsinnaður miðjumaður eða svokölluð sexa og Jeffrey er sóknarsinnaður kantmaður og senter, og getur leyst ýmsar stöður," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, um nýju leikmennina sem báðir eru í sóttkví.

„Þetta er til að sýna að við erum ekki hættir. Það eru níu leikir eftir," sagði Ási jafnframt.

„Við vildum helst taka eitthvað af innanlandsmarkaðnum en það gekk ekki. Á lokametrunum náðum við að taka tvo erlenda leikmenn til okkar."

Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildarinnar með aðeins fjögur stig úr 13 leikjum. Næsti leikur er gegn Gróttu þann 14. september.
Ási Arnars: Við erum ekki hættir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner