Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mán 06. september 2021 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eiður hringdi í mig degi áður, get ekki lýst tilfinningunni"
Icelandair
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson er mættur í hópinn hjá U21 landsliðinu eftir að hafa æft með A-landsliðinu í síðustu viku. Mikael ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 árs landsliðsins í dag.

Framundan er leikur gegn Grikklandi í undankeppni fyrir EM.

„Þetta kom ekki á óvart, ég var ekki búinn að spila [með A-landsliðinu] og mig langaði að spila. Geggjað að koma hingað og fá kannski að spila með þessum hópi," sagði Mikael.

„Þetta var mjög mikil reynsla að æfa með þessum strákum fá smjörþefinn af þessu."

Var svekkjandi að vera utan hóps í báðum leikjunum? „Auðvitað er það svekkjandi, manni langar að spila og fá reynsluna en svona er þetta."

Mikael Egill var keyptur til Spezia undir lok félagaskiptagluggans en var lánaður til baka til SPAL. Spezia er í Serie A og SPAL er í Serie B, Mikael hefur verið á mála hjá SPAL í þrjú ár en hann er uppalinn hjá Fram.

„Mér líst vel á að vera kominn í Spezia, spennandi tímar framundan. Ég fer núna á lán aftur til SPAL, fá smá reynslu með aðalliðinu. Mér líst mjög vel á veturinn, margir nýir leikmenn komnir í hópinn, erum með mjög ungt lið og við getum alveg komið á óvart og gert einhverja hluti."

Ertu með eitthvað persónulegt markmið? „Já, bara að fá að spila og skora mörk."

„Mér finnst það alveg stórt að vera kominn í félag sem er í Serie A og vona að þeir haldi sér uppi, það er það stærsta. Ég fíla mjög mikið að vera í SPAL og það verður bara áfram geggjað."

Þegar þú fékkst kallið í A-landsliðið, kom það þér á óvart? „Já, það kom alveg smá á óvart. Ég hélt ég yrði fyrst hérna [með U21 liðinu] en þetta er bara geggjað."

Hvernig komstu að því að þú værir í A-landsliðinu? „Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari] hringdi í mig degi áður en hópurinn kom út. Það var geggjað, get ekki lýst tilfinningunni," sagði Mikael.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner