Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 06. september 2021 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eiður hringdi í mig degi áður, get ekki lýst tilfinningunni"
Icelandair
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson er mættur í hópinn hjá U21 landsliðinu eftir að hafa æft með A-landsliðinu í síðustu viku. Mikael ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 árs landsliðsins í dag.

Framundan er leikur gegn Grikklandi í undankeppni fyrir EM.

„Þetta kom ekki á óvart, ég var ekki búinn að spila [með A-landsliðinu] og mig langaði að spila. Geggjað að koma hingað og fá kannski að spila með þessum hópi," sagði Mikael.

„Þetta var mjög mikil reynsla að æfa með þessum strákum fá smjörþefinn af þessu."

Var svekkjandi að vera utan hóps í báðum leikjunum? „Auðvitað er það svekkjandi, manni langar að spila og fá reynsluna en svona er þetta."

Mikael Egill var keyptur til Spezia undir lok félagaskiptagluggans en var lánaður til baka til SPAL. Spezia er í Serie A og SPAL er í Serie B, Mikael hefur verið á mála hjá SPAL í þrjú ár en hann er uppalinn hjá Fram.

„Mér líst vel á að vera kominn í Spezia, spennandi tímar framundan. Ég fer núna á lán aftur til SPAL, fá smá reynslu með aðalliðinu. Mér líst mjög vel á veturinn, margir nýir leikmenn komnir í hópinn, erum með mjög ungt lið og við getum alveg komið á óvart og gert einhverja hluti."

Ertu með eitthvað persónulegt markmið? „Já, bara að fá að spila og skora mörk."

„Mér finnst það alveg stórt að vera kominn í félag sem er í Serie A og vona að þeir haldi sér uppi, það er það stærsta. Ég fíla mjög mikið að vera í SPAL og það verður bara áfram geggjað."

Þegar þú fékkst kallið í A-landsliðið, kom það þér á óvart? „Já, það kom alveg smá á óvart. Ég hélt ég yrði fyrst hérna [með U21 liðinu] en þetta er bara geggjað."

Hvernig komstu að því að þú værir í A-landsliðinu? „Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari] hringdi í mig degi áður en hópurinn kom út. Það var geggjað, get ekki lýst tilfinningunni," sagði Mikael.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner