Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 06. september 2021 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eiður hringdi í mig degi áður, get ekki lýst tilfinningunni"
Icelandair
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson er mættur í hópinn hjá U21 landsliðinu eftir að hafa æft með A-landsliðinu í síðustu viku. Mikael ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 árs landsliðsins í dag.

Framundan er leikur gegn Grikklandi í undankeppni fyrir EM.

„Þetta kom ekki á óvart, ég var ekki búinn að spila [með A-landsliðinu] og mig langaði að spila. Geggjað að koma hingað og fá kannski að spila með þessum hópi," sagði Mikael.

„Þetta var mjög mikil reynsla að æfa með þessum strákum fá smjörþefinn af þessu."

Var svekkjandi að vera utan hóps í báðum leikjunum? „Auðvitað er það svekkjandi, manni langar að spila og fá reynsluna en svona er þetta."

Mikael Egill var keyptur til Spezia undir lok félagaskiptagluggans en var lánaður til baka til SPAL. Spezia er í Serie A og SPAL er í Serie B, Mikael hefur verið á mála hjá SPAL í þrjú ár en hann er uppalinn hjá Fram.

„Mér líst vel á að vera kominn í Spezia, spennandi tímar framundan. Ég fer núna á lán aftur til SPAL, fá smá reynslu með aðalliðinu. Mér líst mjög vel á veturinn, margir nýir leikmenn komnir í hópinn, erum með mjög ungt lið og við getum alveg komið á óvart og gert einhverja hluti."

Ertu með eitthvað persónulegt markmið? „Já, bara að fá að spila og skora mörk."

„Mér finnst það alveg stórt að vera kominn í félag sem er í Serie A og vona að þeir haldi sér uppi, það er það stærsta. Ég fíla mjög mikið að vera í SPAL og það verður bara áfram geggjað."

Þegar þú fékkst kallið í A-landsliðið, kom það þér á óvart? „Já, það kom alveg smá á óvart. Ég hélt ég yrði fyrst hérna [með U21 liðinu] en þetta er bara geggjað."

Hvernig komstu að því að þú værir í A-landsliðinu? „Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari] hringdi í mig degi áður en hópurinn kom út. Það var geggjað, get ekki lýst tilfinningunni," sagði Mikael.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir