Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mán 06. september 2021 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eiður hringdi í mig degi áður, get ekki lýst tilfinningunni"
Icelandair
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson er mættur í hópinn hjá U21 landsliðinu eftir að hafa æft með A-landsliðinu í síðustu viku. Mikael ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 árs landsliðsins í dag.

Framundan er leikur gegn Grikklandi í undankeppni fyrir EM.

„Þetta kom ekki á óvart, ég var ekki búinn að spila [með A-landsliðinu] og mig langaði að spila. Geggjað að koma hingað og fá kannski að spila með þessum hópi," sagði Mikael.

„Þetta var mjög mikil reynsla að æfa með þessum strákum fá smjörþefinn af þessu."

Var svekkjandi að vera utan hóps í báðum leikjunum? „Auðvitað er það svekkjandi, manni langar að spila og fá reynsluna en svona er þetta."

Mikael Egill var keyptur til Spezia undir lok félagaskiptagluggans en var lánaður til baka til SPAL. Spezia er í Serie A og SPAL er í Serie B, Mikael hefur verið á mála hjá SPAL í þrjú ár en hann er uppalinn hjá Fram.

„Mér líst vel á að vera kominn í Spezia, spennandi tímar framundan. Ég fer núna á lán aftur til SPAL, fá smá reynslu með aðalliðinu. Mér líst mjög vel á veturinn, margir nýir leikmenn komnir í hópinn, erum með mjög ungt lið og við getum alveg komið á óvart og gert einhverja hluti."

Ertu með eitthvað persónulegt markmið? „Já, bara að fá að spila og skora mörk."

„Mér finnst það alveg stórt að vera kominn í félag sem er í Serie A og vona að þeir haldi sér uppi, það er það stærsta. Ég fíla mjög mikið að vera í SPAL og það verður bara áfram geggjað."

Þegar þú fékkst kallið í A-landsliðið, kom það þér á óvart? „Já, það kom alveg smá á óvart. Ég hélt ég yrði fyrst hérna [með U21 liðinu] en þetta er bara geggjað."

Hvernig komstu að því að þú værir í A-landsliðinu? „Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari] hringdi í mig degi áður en hópurinn kom út. Það var geggjað, get ekki lýst tilfinningunni," sagði Mikael.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner