Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 06. september 2022 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel: Þetta er bara sama sagan
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var vonsvikinn með liðið í 1-0 tapinu fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Mislav Orsic skoraði eina mark leiksins er hann fékk sendingu frá Bruno Petkovic. Hann keyrði svo fram úr Wesley Fofana áður en hann kom boltanum í markið.

Þetta er þriðja tap Chelsea á útivelli í röð en Tuchel segir liðið hafa spilað undir getu í kvöld.

„Við spiluðum undir getu. Þetta er bara sama sagan og venjulega. Við byrjum ágætlega en klárum ekki hálf færin og við náum ekki að finna okkur í leiknum þegar höfum tækifæri til að gera út um hann á fyrstu 15-20 mínútunum. Við fáum síðan á okkur eina skyndisókn, sem virkaði of auðveld og þetta var basl eftir það," sagði Tuchel.

Hann var spurður hvað væri svona helsta atriðið sem fór úrskeiðis í kvöld en hann gat ekki greint það á staðnum.

„Það er of mikið til að fara yfir. Ég er hluti af því. Við erum klárlega ekki komnir á þann stað sem við þurfum að vera á og þar sem við eigum að vera á. Það er skrifað á mig, á okkur og við þurfum að finna lausnir. Það vantar allt eins og staðan er núna."

Tuchel vildi ekki ræða um frammistöðu einstaklinga í dag er hann var spurður út í Pierre-Emerick Aubameyang.

„Ég ætla ekki að tala um einstaklinga í dag. Við spilum sem lið og töpum sem lið."

Hann mótmælir því þá ekki að lið hans hafi tapað sjálfstrausti eftir mark Zagreb.

„Það virðist vera þannig og það er erfitt að mótmæla því," sagði Tuchel í lokin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner