PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 06. september 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeildin um helgina - Heimir og félagar fá Englendinga í heimsókn
Mynd: Getty Images

Þjóðadeildin fór af stað í gær en hún heldur áfram á fullri ferð um helgina.


Leikið er í A,B og C deild í dag og kvöld en stærsti leikur dagsins er án efa leikur Frakklands og Ítalíu. Bæði lið ætluðu sér stærri hluti á EM í sumar en Ítalía féll úr leik í 16-liða úrslitum á meðan Frakkar töpuðu gegn meisturunum frá Spáni í undanúrslitunum.

Wales og Trykland eigast við í riðli okkar Íslendinga í B-deild á sama tíma og Ísland leikur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli.

Á morgun mætir svo Heimir Hallgrímsson með sína menn í Írlandi og fá granna sína í Englandi í heimsókn en Lee Carsley þjálfar þá Englendinga í fyrsta sinn, alvöru byrjun hjá okkar manni. Á sunnudaginn hefst svo 2. umferð í A-deild. 

föstudagur 6. september

Þjóðadeildin A
18:45 Belgía - Ísrael
18:45 Frakkland - Ítalía

Þjóðadeildin B
14:00 Kasakstan - Noregur
18:45 Slóvenía - Austurríki
18:45 Wales - Tyrkland

Þjóðadeildin C
16:00 Litáen - Kýpur
18:45 Kósóvó - Rúmenía

laugardagur 7. september

Þjóðadeildin A
18:45 Þýskaland - Ungverjaland
18:45 Holland - Bosnía

Þjóðadeildin B
16:00 Georgía - Tékkland
16:00 Írland - England
18:45 Úkraína - Albanía
18:45 Grikkland - Finnland

Þjóðadeildin C
13:00 Færeyjar - Norður Makedónía
16:00 Armenia - Lettland

Þjóðadeildin D
16:00 Moldova - Malta

sunnudagur 8. september

Þjóðadeildin A
16:00 Danmörk - Serbía
18:45 Króatía - Pólland
18:45 Portúgal - Skotland
18:45 Sviss - Spánn

Þjóðadeildin C
13:00 Lúxemborg - Belarús
16:00 Slóvakía - Aserbaídsjan
16:00 Bulgaria - Norður Írland
18:45 Svíþjóð - Eistland

Þjóðadeildin D
16:00 Gibraltar - Liechtenstein


Athugasemdir
banner
banner
banner