Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. október 2019 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nuno: Adama Traore er einstakur
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum vel, frammistaðan var góð og varnarlega vorum við mjög góðir og mjög skipulagðir," sagði glaður Nuno Espirito Santo eftir sigur sinna drengja í Wolves gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

„Við fengum nokkur góð færi snemma, en það er erfitt að spila gegn Man City. Þeir spila svo hratt, en færin komu á endanum. Leikmennirnir stóðu sig mjög vel."

Adama Traore skoraði bæði mörk Úlfanna.

„Adama Traore er að bæta sig, hann er sérstakur vegna þess að hann er mjög hraður, hann er einstakur að því leyti. Þegar okkur vantaði augnablik af hæfileikum, þá stóð hann sig mjög vel."

„Þetta hefur verið langt tímabil nú þegar, of margir leikir, en við keppum alltaf. Leikmennirnir fara nú í landsliðsverkefni og koma vonandi heilir til baka."
Athugasemdir
banner
banner