Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2020 08:58
Magnús Már Einarsson
Man Utd ræðir við Pochettino
Powerade
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokaði í gærkvöldi. Félög geta ennþá keypt leikmenn úr neðri deildum næstu daga þó glugginn hafi lokað í gær.



Forráðamenn Manchester United hafa haft samband við Mauricio Pochettino um að taka við liðinu ef Ole Gunnar Solskjær verður rekinn. (Star)

Manchester City hafnaði 15,4 milljóna punda tilboði frá Barcelona í varnarmanninn Eric Garcia (19) í gær. (Sky sports)

Liverpool fékk engin formleg tilboð í Xherdan Shaqiri (28) áður en glugginn lokaði í gær. Liverpool vill ekki lána hann. (Goal)

John Stones (26), varnarmaður Manchester City, hafnaði Tottenham því hann vill ekki flytja með fjölskyldu sína. (Star)

Porto vill fá Felipe Anderson (27) miðjumann West Ham á láni út tímabilið. (Sky Sports)

West Ham er í viðræðum um að fá Craig Dawson (30) varnarmann Watford. (Football Insider)

Barcelona hefur misst af meira en 181 milljón punda í tekjur vegna kórónuveirufaraldursins. (Telegraph)

Antoine Griezmann (29) er ósáttur við að spila á kantinum hjá Barcelona undir stjórn Ronald Koeman. (Mirror)

Thomas Tuchel, þjálfari PSG, er ósáttur við að félagið hafi ekki gert meira á félagaskiptamarkaðinum. (Guardian)

Sheffield United er að reyna að fá Terence Kongolo (26) varnarmann Huddersfield. (Sheffield Star)
Athugasemdir
banner
banner