Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. október 2020 14:47
Elvar Geir Magnússon
Manchester félögin fá falleinkunn fyrir gluggann
Everton fær hæstu einkunn.
Everton fær hæstu einkunn.
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United. Rosalega umdeildur.
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United. Rosalega umdeildur.
Mynd: Getty Images
Mirror gaf félögum ensku úrvalsdeildarinnar einkunnir eftir því hvernig þeim gekk í viðskiptum sínum í félagaskiptaglugganum. Gefið var á skalanum frá A+ til F, eins og þekkist í breska skólakerfinu.

Everton fær hæstu einkunn en félagið sótti James Rodriguez og fleiri menn sem hafa smellpassað inn í hugmyndir Carlo Ancelotti. Liverpool fær A en stuðningsmenn liðsins eru í skýjunum með að hafa fengið Thiago Alcantara.

Chelsea fær A- en félagið fór mikinn í glugganum. Í umfjöllun Mirror er þó sagt að enn séu nokkrar stöður sem þurfi að bæta hjá þeim bláu.

Manchester félögin fá D+ og D-. Það var búist við meiru frá Manchester City í glugganum eftir að liðið var langt á eftir Liverpool í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Stærsti hluti gluggans hjá Manchester United fór í það að orða Jadon Sancho við félagið en hann er enn hjá Borussia Dortmund.

Einkunnir Mirror fyrir gluggann:
Arsenal: B
Aston Villa: A
Brighton: E
Burnley: F
Chelsea: A-
Crystal Palace: E+
Everton: A+
Fulham: C
Leeds: B+
Leicester: C
Liverpool: A
Manchester City: D+
Manchester United: D-
Newcastle: C-
Sheffield United: D-
Southampton: D-
Tottenham: A-
West Brom: E+
West Ham: E-
Wolves: C

Smelltu hér til að sjá grein Mirror
Athugasemdir
banner
banner
banner