Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 06. október 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Southall kemur Pickford til varnar
Neville Southall, fyrrum markvörður Everton, hefur komið Jordan Pickford til varnar eftir mistök hans gegn Brighton um helgina.

Pickford hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína en Everton fékk í gær sænska landsliðsmarkvörðinn Robin Olsen á láni frá Roma til að berjast við hann um stöðuna.

„Hann hefur líklega átt þrjár slæmar mínútur undanfarna sex mánuði," sagði Southall sem vann fimm titla með Everton á ferli sínum.

„Mistökin hans eru ekki að drepa okkur. Það er gott. Ég held að þegar hann finni sitt besta form þá muni hann komast á flug."

„Það koma alltaf tímar þar sem menn lenda í smá lægð og við þurfum að treysta á hann. "

Athugasemdir
banner