Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2020 15:26
Magnús Már Einarsson
Víðir vill ekki að staðfesta að landsleikurinn fari fram
Icelandair
Víðir Reynisson
Víðir Reynisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir ekki ljóst ennþá hvort leikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM fari fram á Laugardalsvelli á fimmtudaginn.

Herða á aðgerðir vegna kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu en reglugerð þess efnis verður kynnt fljótlega.

Víðir var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort leikurinn muni fara fram.

„Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegri reglugerð um íþróttastarf," sagði Víðir á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

„Það hafa verið veittar undanþágur vegna samfélagslegra mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er en okkur hefur verið gerð grein fyrir því af Knattspyrnusambandinu að þetta sé leikur þar sem milljarða verðmæti sé að ræða. Það er ansi samfélagslega mikilvægt mál og það verður skoðað í framhaldinu,"

Á föstudag á U21 landslið Íslands að mæta Ítalíu á Víkingsvelli en A-landsliðið á einnig leiki á sunnudag og miðvikudag í næstu viku gegn Dönum og Belgum í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner