Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. október 2022 09:00
Elvar Geir Magnússon
Ísland fer upp fyrir Heimi á nýja FIFA-listanum
Mynd: EPA
Íslenska landsliðið fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem opinberaður var í morgun. Ísland er nú í 62. sæti en hefur verið í sætinu fyrir neðan undanfarna mánuði. Liðið var í 60. sæti á listanum sem kynntur var í febrúar.

Ísland vann Venesúela í vináttulandsleik og gerði jafntefli gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í síðasta landsleikjaglugga.

Ísland fer upp fyrir Heimi Hallgrímsson og lærisveina í Jamaíku sem fellur niður um tvö sæti á listanum.

Engar breytingar voru á fimm efstu sætum FIFA listans og í raun aðeins ein breyting á topp tíu þar sem Ítalía hafði sætaskipti við Spán.

Þess má geta að dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2024 í Frankfurt í Þýskalandi núna á sunnudaginn. Spennandi verður að sjá í hvaða riðli Ísland lendir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner