Enski hægri bakvörðurinn Reece James er yngsti leikmaðurinn í sögu Chelsea til að skora og leggja upp í sama leiknum í Meistaradeild Evrópu.
                
                
                                    James, sem er 22 ára gamall, lagði upp annað mark liðsins fyrir Pierre-Emerick Aubameyang í síðari hálfleiknum áður en hann skoraði svo sjálfur þriðja markið.
Þetta gerir hann að yngsta leikmanninum í sögu félagsins til að skora og leggja upp í sama leiknum í Meistaradeild Evrópu.
Hann var nákvæmlega 22 ára og 301 daga gamall þegar hann náði þessum áfanga í gær.
Ekki nóg með það þá er hann líka yngsti markaskorari Chelsea í Meistaradeildinni en hann afrekaði það fyrir þremur árum í 4-1 sigri á Ajax.
22 - Aged 22 years and 301 days, Reece James is the youngest Chelsea player ever to both score and assist a goal in the same UEFA Champions League game. Star. pic.twitter.com/39Qia93ze5
— OptaJoe (@OptaJoe) October 5, 2022
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                        
        
         
                    
        
         
                 
                                                                        
                        
             
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
        
