Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   sun 06. október 2024 12:10
Sölvi Haraldsson
Byrjunarliðin á Englandi: Nýtt hafsentapar hjá United - Óbreytt hjá Chelsea
Jonny Evans byrjar í dag.
Jonny Evans byrjar í dag.
Mynd: Getty Images

Eftir rúman klukkutíma, klukkan 13:00, hefjast tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Það eru leikir Aston Villa - Manchester United og Chelsea - Nottingham Forrest. Rétt í þessu voru byrjunarliðin úr þessum leikjum að detta í hús.


Sætið hans Erik Ten Hag, stjóra Manchester United, hefur hitnað með hverjum leik en hann gerir fjórar breytingar á United liðinu frá 3-0 tapinu gegn Tottenham seinustu helgi. Hojlund kemur inn í liðið fyrir Zirkzee sem tekur sér sæti á bekknum.

Jonny Evans og Harry Maguire byrja báðir í hafsent hjá United í dag en Lisandro Martinez og De Ligt koma út úr byrjunarliðinu og taka sér sæti á bekknum. Þá kemur Eriksen inn í liðið fyrir Ugarte.

Ross Barkley og Jaden Philogene-Bidace koma inn í liði hjá Aston Villa eftir 2-2 jafnteflið gegn Ipswich á dögunum. Matty Cash kemur þá einnig inn í liðið fyrir Diego Carlos í vörninni.

Chelsea fá Nottingham Forrest í heimsókn og með sigri Chelsea halda þeir áfram í 4. sætið. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, heldur sig við nákvæmlega sama lið og vann Brighton 4-2 um seinustu helgi. 

Hjá Nottingham Forrest koma Hudson-Odoi og Gibbs White inn í byrjunarliðið.

Aston Villa - Man Utd

Aston Villa: Martinez; Cash, Konsa, Torres, Digne; Tielemans, Barkley; Philogene, Rogers, Bailey; Watkins.

Man Utd: Onana; Mazraoui, Evans, Maguire, Dalot; Mainoo, Eriksen; Garnacho, Fernandes, Rashford; Hojlund.

Chelsea - Nottingham Forrest

Chelsea: Sanchez; Gusto, Fofana, Colwill, Cucurella; Caicedo, Fernandez; Madueke, Palmer, Sancho; Jackson

Nottingham Forest: Sels, Murillo, Anderson, Gibbs-White, Wood, Hudson-Odoi, Ward-Prowse, Moreno, Yates, Milenkovic, Aina


Athugasemdir
banner
banner