Aston Villa fær Man Utd í heimsókn í úrvalsdeildinni í dag. Liðin náðu misjöfnum árangri í Meistaradeildinni í vikunni en Villa lagði Bayern af velli á meðan Man Utd náði í dramatískt jafntefli gegn Porto.
Man Utd hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu en Aston Villa er á góðu skriði. Unai Emery, stjóri Villa, segist þurfa að undirbúa liðið mjög vel fyrir leikinn í dag.
„Þeir eru með reynslumikinn þjálfara, reynslumikla leikmenn. Þeir eru sigurvegarar, þeir unnu FA bikarinn á síðustu leiktíð. Ég mun undirbúa liðið betur fyrir leikinn heldur en fyrir leikinn gegn Bayern," sagði Emery.
Aston Villa er með 13 stig, jafnmörg stig og Chelsea sem situr í 4. sæti en United er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá fallsæti.
Athugasemdir