Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. nóvember 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Lasse Petry: Menn hjá Val liggja á hnjánum og vilja halda mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lasse Petry, miðjumaður Vals, íhugar þessa dagana hvort hann eigi að framlengja samning sinn við Íslandsmeistarana eða halda heim til Danmerkur.

Lasse var að ljúka sínu öðru tímabili hjá Val og þar á bæ vilja menn halda honum innan sinna raða.

„Þetta er erfið staða. Það eru nokkrir fjölskyldutengdir hlutir sem toga í mig að koma heim til Danmerkur og nokkrir íþróttatengdir hlutir sem toga í mig að vera áfram hér," sagði Lasse við bold.dk.

„Ég hef fengið tilboð um að framlengja við félagið og ég er að hugsa um það. Félagið og liðsfélagar mínir liggja stöðugt í mér og þeir liggja nánast á hnjánum og biðja mig um að vera áfram," sagði Lasse léttur í bragði.

Hinn 28 ára gamli Lasse segir erfiðara að finna félag í Danmörku en áður vegna kórónuveirunnar auk þess sem tímabilið sé í fullum gangi þar.

„Ég hef verið frekar óheppinn með meiðsli á ferlinum en núna er ég kominn til baka og nýt þess að spila fótbolta aftur. Ég er í besta líkamlega og fótboltalega formi sem ég hef verið í síðan ég var 21 árs," sagði Lasse við bold.dk.
Athugasemdir
banner
banner
banner