Mikael Neville Anderson ákvað að gefa ekki kost á sér í U21 landsliðið sem á þrjá mikilvæga leiki eftir í baráttunni um sæti á EM á næsta ári.
Mikael var í A-landsliðinu í síðasta mánuði en hann var ekki valinn í hópinn þar fyrir komandi leiki gegn Ungverjalandi, Danmörku og Englandi.
Því hefði Mikael getað verið valinn í U21 hópinn fyrir leikina þar en hann ákvað að gefa ekki kost á sér.
Mikael var í A-landsliðinu í síðasta mánuði en hann var ekki valinn í hópinn þar fyrir komandi leiki gegn Ungverjalandi, Danmörku og Englandi.
Því hefði Mikael getað verið valinn í U21 hópinn fyrir leikina þar en hann ákvað að gefa ekki kost á sér.
Mikael ákvað að vera frekar hjá félagsliði sínu Midtjylland og spila með liðinu gegn Köge í danska bikarnum á miðvikudaginn.
Mikael hefur verið á bekknum hjá Midtjylland að undanförnu en hann var ónotaður varamaður gegn Ajax í Meistaradeildinni í vikunni.
U21 landsliðið mætir Ítölum á Víkingsvelli á fimmtudag í lykilleik í baráttunni um sæti á EM. Í kjölfarið spilar liðið við Írland og Armeníu.
Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn
Smelltu hér til að sjá U21 hópinn
Athugasemdir