Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   sun 06. nóvember 2022 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný gagnrýnir KSÍ - Aron fékk treyju en ekki hún og Glódís
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona, gagnrýnir KSÍ á samfélagsmiðlinum Instagram í kvöld.

Aron Einar Gunnarsson lék í gær sinn 100. landsleik fyrir karlalandslið Íslands. Hann byrjaði er liðið tapaði 0-1 í umdeildum vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu.

Eftir leikinn í dag fékk Aron sérútbúna treyju með númerinu '100' aftan á.

KSÍ birtir mynd af þessu en Dagný hefur svarað og er gagnrýnin á störf sambandsins.

„Við Glódís Perla erum enn að bíða eftir okkar 100 leikja treyju síðan í apríl. Litlu hlutirnir í þessari blessuðu baráttu alla daga," skrifar Dagný en skjáskot af færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.

Hún bendir á að Birkir Bjarnason hafi fengið sína treyju í september í fyrra og Aron í dag, en hún og Glódís hafi enga treyju fengið þó ekki hafi vantað verkefni hjá kvennalandsliðinu upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner