Franski miðvörðurinn Leny Yoro er byrjaður aftur að æfa með liðsfélögum sínum hjá Manchester United.
Yoro mætti í dag á sína fyrstu liðsæfingu frá því hann meiddist síðasta sumar.
Yoro mætti í dag á sína fyrstu liðsæfingu frá því hann meiddist síðasta sumar.
Yoro er 18 ára gamall en Rauðu djöflarnir greiddu rúmlega 50 milljónir punda til að kaupa hann frá Lille síðastliðið sumar. Yoro kom við sögu í tveimur æfingaleikjum með Man Utd á undirbúningstímabilinu áður en hann meiddist á rist.
Hann þurfti að fara í aðgerð og hefur verið að æfa einn, en það styttist núna heldur betur í endurkomu hans.
Ruben Amorim tekur við Man Utd 11. nóvember og spurning hvort Yoro geti spilað í fyrsta leik hans við stjórnvölinn; gegn Ipswich þann 24. nóvember næstkomandi.
Amorim er sagður spenntur fyrir því að vinna með Yoro.
Look who's back! ????
— Manchester United (@ManUtd) November 6, 2024
?? @Leny_Yoro#MUFC || #UEL
Athugasemdir