Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 10:21
Magnús Már Einarsson
Everton að hefja viðræður við Pereira
Mynd: Getty Images
Everton mun hefja viðræður við Vitor Pereira, þjálfara Shanghai SIPG, í dag samkvæmt heimildum Sky Sports.

Marco Silva var rekinn frá Everton í gær en Duncan Ferguson hefur tekið tímabundið við stjórnartaumunum á meðan félagið gengur frá ráðningu á nýjum stjóra.

Talið er að Pereira sé einn af fjórum aðilum sem eru á óskalista Everton en David Moyes kemur einnig til greina.

Pereira er frá Portúgal en Shanghai SIPG endaði í þriðja sæti í kínveresku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili undir stjórn hans.

Pereira hefur áður verið undir smásjánni hjá Chelsea, Arsenal og Watford auk þess sem Everton skoðaði að ráða hann árið 2013. Á ferlinum hefur Pereira meðal annars stýrt Fenerbahce, Olympiakos og Porto.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner