Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Góð tíðindi fyrir Chelsea - Rudiger klár fyrir helgina
Rudiger í baráttunni við Arnór Ingva Traustason í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.
Rudiger í baráttunni við Arnór Ingva Traustason í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Antonio Rudiger hefur einungis spilað 45 mínútur með Chelsea á leiktíðinni. Hann hefur glímt við hnémeiðsli á árinu og undanfarið hefur nárinn verið að trufla þýska miðvörðinn.

Chelsea mætir Everton í hádeginu á laugardag og Ruidger verður að öllum líkindum í hópnum sem Frank Lampard velur fyrir leikinn.

Margir leikir eru framundan hjá félögunum í ensku úrvalsdeildinni í desember og því gott fyrir Chelsea að auka breiddina. Í upphafi leiktíðar var búist við því að Kurt Zouma og Antonio Rudiger myndu spila saman í miðverðinum en Fikayo Tomori hefur leikið vel við hlið Zouma það sem af er leiktíðar.

Chelsea situr í 4. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 15 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner