Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi fær styttu við hlið Pele, Maradona og Di Stefano
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er goðsögn í knattspyrnuheiminum og af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið.

Hann er einn allra bestu leikmanna sem hefur spilað í spænska boltanum. Greina spænskir fjölmiðlar frá því að knattspyrnusambandið þar í landi hafi ákveðið að reisa styttu honum til heiðurs.

Styttan verður reist í Luis Aragones Salnum í Las Rozas hverfinu í Madríd, við hlið stytta Diego Armando Maradona, Pele og Alfredo Di Stefano.

Ekki er ljóst hvort styttan verði reist á næstunni eða eftir að Messi leggur skóna á hilluna.

Messi vann sjötta Gullknöttinn sinn á dögunum og er eini leikmaður sögunnar til að hafa náð því afreki. Cristiano Ronaldo er í öðru sæti með fimm Gullknetti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner