Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing Chelsea: Nálgun FIFA olli miklum vonbrigðum
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag var stytt félagaskiptabann Chelsea um einn glugga og því má félagið kaupa leikmenn á ný í janúar eftir að hafa brotið á reglum varðandi samninga við leikmenn undir lögaldri.

Félagið hefur gefið frá sér yfirlýsingu varðandi málið og lýsir þar yfir miklum vonbrigðum með starfshætti FIFA. Manchester City braut sömu reglur og Chelsea en hlaut mismunandi refsingu.

„Fifa ákvað að höndla mál Chelsea á allt annan hátt heldur en mál Manchester City af algjörlega gölnum ástæðum. Nálgun Fifa í þessu máli olli okkur miklum vonbrigðum," segir í yfirlýsingunni.

„Chelsea virðir mikilvægi starfsins sem er unnið hjá Fifa þegar kemur að verndun á leikmönnum undir lögaldri og sýndi fullan samstarfsvilja með rannsóknum Fifa.

„Ef Fifa heldur áfram að beita misjöfnum refsiaðgerðum fyrir félög sem brjóta af sér á sama hátt mun það grafa undan trausti knattspyrnuhreyfingarinnar á Fifa."

Athugasemdir
banner
banner
banner