Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. desember 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Mourinho vill Dalot
 Diogo Dalot að kljást við Wilfried Zaha í gær.
Diogo Dalot að kljást við Wilfried Zaha í gær.
Mynd: EPA
Jose Mourinho vill fá Diogo Dalot, bakvörð Manchester United, til Roma.

Portúgalski bakvörðurinn fékk ekki mikinn spiltíma undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en hefur byrjað síðustu tvo leiki, sigurleikina gegn Arsenal og Crystal Palace.

Mourinho þekkir Dalot vel en hann fékk leikmanninn til United frá Porto 2018 og Gazzetta dello Sport segir að Roma muni reyna að fá hann í janúarglugganum.

Dalot, sem er 22 ára, spilaði með AC Milan á lánssamningi 2020-21 tímabilið.

Með komu Ralf Rangnick fær leikmaðurinn nýtt tækifæri til að festa sig í sessi á Old Trafford. Rangnick er þekktur fyrir að vilja nota unga leikmenn.

Núgildandi samningur Dalot rennur út 2023 en hann gerði fimm ára samning þegar hann kom til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner