Hálfleikur

Það er hálfleikur í hávaðanum á Education City leikvangnum í Katar þar sem grannarnir í Marokkó og Spáni eigast við í 16-liða úrslitum HM.
Marokkó hefur tekist vel að loka á Spánverja sem hafa enn ekki náð að koma skoti á rammann í leiknum. Spánn er talsvert meira með boltann eins og búast mátti við en hefur afskaplega lítið skapað sér.
Marokkó hefur tekist vel að loka á Spánverja sem hafa enn ekki náð að koma skoti á rammann í leiknum. Spánn er talsvert meira með boltann eins og búast mátti við en hefur afskaplega lítið skapað sér.
Stuðningsmenn Marokkó eru tólfti maður síns liðs en það er mál manna á staðnum að hávaðinn á vellinum sé sá mesti í keppninni til þessa.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins fékk Marokkó færi til að skora en Nayef Aguerd, varnarmaður West Ham, skallaði yfir.
Staðan 0-0 eins og áður sagði en sigurliðið mun mæta sigurvegaranum úr Portúgal - Sviss sem fram fer í kvöld.
The atmosphere at #MAR v #ESP has been UNREAL! 😳🔥 pic.twitter.com/9xDbHLzakq
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 6, 2022
25 - Asensio's shot (25 minutes and 56 seconds) was Spain's latest first shot in a World Cup match since 13 July 1966 (29 minutes and 15 seconds against Argentina when they lost 1-2). Shy. #MORSPA pic.twitter.com/mg5sxGw3Nn
— OptaJean (@OptaJean) December 6, 2022
Þar skall hurð nærri hælum hjá Marokkó. Asensio dæmdur rangstæður en ótrúlegar bjarganir hjá Bono og Amrabat þó! pic.twitter.com/1t1dfexmrO
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 6, 2022
Athugasemdir