
Það komu stórar fréttir fyrir leikinn í dag þar sem talið yrði að Ronaldo myndi byrja á bekknum og það kom á daginn. Goncalo Ramos byrjaði í hans stað og skoraði þrennu í 6-1 sigri.
Ronaldo kom inn á sem varamaður fyrir Ramos undir lok leiksins en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.
Það hefur vakið mikla athygli að eftir leikinn tók Ronaldo í spaðann á Ramos, labbaði upp að stuðningsmönnum Portúgal og klappaði fyrir þeim áður en hann gekk til búningsherbergja.
Liðsfélagar hans voru ekki mættir í fögnuðinn áður en Ronaldo var farinn. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þetta.
„Þetta var mjög skrítið, hann gengur upp að liðsfélögum sínum og segir; Vel gert, svo að stuðningsmönnunum og hugsar; frábært. Hann bíður ekki eftir liðsfélögunum og gengur svo einn í burtu. Hann þurfti ekki að gera þetta, það er nógu mikil pressa á liðsfélögunum fyrir. Vertu innan um liðið og gefðu Ramos stórt knús, ég varð fyrir smá vonbrigðum," sagði Dion Dublin sérfræðingur hjá BBC.
Ronaldo refusing to celebrate the win with the team and shamelessly leaving the pitch... pic.twitter.com/Ai5UNkpENi
— Umer 🇦🇷 (@Iconic_Messi) December 6, 2022