Eyjamaðurinn Sigurður Arnar Magnússon er með lausan samning hjá ÍBV og segir hann í samtali við Fótbolta.net að óvíst sé hvar hann muni spila á næsta tímabili.
Sigurður er sem stendur að taka þátt í úrslitakeppninni í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem lið hans, Ohio State Buckeyes, mætir Wake Forest í 8-lia úrslitum á morgun. Ohio State var besta liðið í deildarkeppninni í ár og Wake Forest endaði í 8. sæti.
Sigurður er sem stendur að taka þátt í úrslitakeppninni í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem lið hans, Ohio State Buckeyes, mætir Wake Forest í 8-lia úrslitum á morgun. Ohio State var besta liðið í deildarkeppninni í ár og Wake Forest endaði í 8. sæti.
„Einbeitingin er núna á að klára skólann og fótboltann hérna úti. Ég er að fara í lokapróf og úrslitakeppnin er í gangi. ÍBV vildi gefa mér næði til þess að klára mitt hérna úti en svo reikna ég með því að heyra frá þeim," segir Sigurður.
„Það er alveg möguleiki að ég verði ekki áfram í Eyjum. Kærastan mín er að byrja í nýrri vinnu hér í Bandaríkjunum í janúar og ég ætla því að skoða hvaða möguleika ég hef hér úti. Ef ég kem heim snýst þetta líka um vinnu. Ég er að útskrifast sem iðnaðar- og kerfisverkfræðingur núna í desember og það er því miður staðreynd að það eru ekki sömu atvinnutækifæri fyrir mig í Eyjum og á höfuðborgarsvæðinu."
„ÍBV og Vestmannaeyjar toga alltaf mikið í mig en ég þyrfti þá að fá starf í Eyjum eða púsla saman vinnu eins og maður gerði með háskólanum."
„Það er stutt í að ég skoði þessa hluti alvarlega en akkúrat núna veit ég ekki sjálfur hvar ég verð á næsta ári," segir Sigurður.
Hann er 25 ára og hefur að mestu spilað sem varnarmaður en einnig spilað á miðjunni. Hann hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og lék á sínum tíma einn leik fyrir U21 landsliðið.
Athugasemdir