Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   fös 06. desember 2024 14:28
Elvar Geir Magnússon
Slot: Kelleher getur komið með fullt sjálfstraust inn í leikinn
Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher gerði slæm mistök þegar Newcastle jafnaði í 3-3 gegn Liverpool í vikunni. Kelleher hefur varið mark Liverpool vegna meiðsla Alisson.

Alisson er ekki orðinn klár í slaginn þó stutt sé í endurkomu hans. Kelleher verður því áfram í marki Liverpool í grannaslagnum gegn Everton í hádeginu á morgun.

„Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að hann hafi bjargað stigi fyrir okkur gegn Newcastle, hann kom í veg fyrir að Newcastle kæmist í 2-0 og þá hefði verið erfitt fyrir okkur að koma til baka," sagði Slot á fréttamannafundi í dag.

„Ef þú gerir mistök sem markvörður er erfitt að bjarga þér. Hann er alltaf til staðar til að hjálpa okkur en því miður gátum við ekki hjálpað honum."

„Hann er á góðum stað, þó hann sé svekktur eins og aðrir að við töpuðum leik sem við vorum að vinna niður í jafntefli. Hann getur farið inn í næsta leik með fullt sjálfstraust."

Liverpool er með sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Everton er í fimmtánda sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner