Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 06. desember 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Trump spenntur fyrir HM - „Ég þekki hann sem Gianni og hann er sigurvegari“
Infantino og Trump að snáðast.
Infantino og Trump að snáðast.
Mynd: Getty Images
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sendi sérstaka myndbandskveðju þegar dregið var í riðla fyrir HM félagsliða í gær. Þar talaði hann um gott samband sitt og Gianni Infantino, forseta FIFA.

Dóttir Trump, Ivanka, var viðstödd viðburðinn og í myndbandinu sagði Trump að hann hafi spilað lykilhlutverk í því að Bandaríkin fengu HM 2026. Bandaríkin munu halda mótið í samstarfi við Kanada og Mexíkó.

HM félagsliða verður í Bandaríkjunum á næsta ári og svo 2026 verður stóra stundin.

„Ég mun reyna að mæta ef ég get. Sjáum hvað gerist. En ég vil segja að þið eruð leidd áfram af manni sem kallast Gianni. Ég þekki hann bara sem Gianni og hann er sigutvegar. Hann er forseti og ég er líka forseti. Við höfum þekkt hvorn annan lengi og ég er svo stoltur að eiga svona samband því vinsældir fótbolta (soccer) eru að fara upp úr öllu valdi," sagði Trump meðal annars.

Þá talaði hann um þann gríðarlega áhuga sem sonur sinn, Barron, hefur á fótbolta.


Athugasemdir
banner
banner