Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 07. janúar 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá Ýr Zomers í Val (Staðfest)
Diljá í leik með Stjörnunni.
Diljá í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers hefur fengið félagaskipti í Val og gerir hún samning við Íslandsmeistarana til 2022.

Diljá, sem fædd er árið 2001, kemur til Vals frá Stjörnunni. Hún á að baki 42 leiki í meistaraflokki fyrir Stjörnuna og FH. Diljá hefur jafnframt spilað fimm leiki fyrir U17 ára landslið íslands og skorað í þeim leikjum eitt mark.

„Það er frábært að fá Diljá til liðs við okkur í Val. Diljá hefur staðið sig frábærlega frá því að hún byrjaði að æfa með okkur. Við hlökkum til að vinna með henni áfram," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals.

„Ég er mjög ánægð með þessi félagaskipti og hlakka til að klæðast Vals-treyjunni. Mér líst ótrúlega vel á klúbbinn, leikmennina og þjálfarana. Ég tel að Valur sé frábær staður fyrir mig til þess að taka næsta skref," segir Diljá.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner