Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
banner
   mán 22. september 2025 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 18. umferð - Orðin markahæst í sögunni
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Berglind Björg fagnar marki í sumar.
Berglind Björg fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind í leik með Blikum.
Berglind í leik með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er auðvitað sterkasti leikmaður 18. umferðar Bestu deildar kvenna þar sem hún skoraði fimm mörk fyrir Breiðablik í 9-2 sigri gegn Þór/KA.

Berglind Björg hefur verið stórkostleg í sumar og er markahæsti leikmaður deildarinnar með 20 mörk. Þá er hún er orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks.

„Markahæst í sögu Breiðabliks. Meyr og stolt yfir þessu afreki," skrifar Berglind á samfélagsmiðla. Hún hefur núna skorað 198 mörk fyrir félagið.

Berglind sneri aftur heim í Kópavoginn fyrir tímabil eftir að Valur rifti samningi við hana. Hún var á mála hjá Val á síðasta tímabili eftir að hún kom til baka eftir barnsburð.

„Valur töldu hana ekki klára eða rétta í verkefni - svo hún fór aftur heim. Er að sækja the double með Breiðablik og er búin að skora 20 mörk í 17 leikjum," skrifaði Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, á X eftir risasigur Blika gegn Þór/KA.

Breiðablik er svo gott sem búið að vinna Íslandsmeistaratitilinn og er Berglind Björg stór partur af frábærum árangri liðsins í sumar.

Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
9. umferð - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
10. umferð - Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll)
11. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
12. umferð - Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
13. umferð - Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
14. umferð - Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
15. umferð - Linda Líf Boama (Víkingur R.)
16. umferð - Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
17. umferð - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)


Athugasemdir