Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. janúar 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félög í NFL-deildinni höfðu samband við Traore
Adama Traore.
Adama Traore.
Mynd: Getty Images
Adama Traore, kantmaður Wolves, er einn hraustasti fótboltamaður veraldar. Hann er mjög vöðvamikill, en er þrátt fyrir það einnig eldsnöggur og kvikur á fæti.

Hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Úlfanna á þessari leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fjögur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Segja má að hann sé að blómstra hjá Úlfunum eftir erfiða tíma hjá Aston Villa og Middlesbrough. Hinn 23 ára gamli Traore kom fyrst til Englands árið 2015 frá Barcelona, en þá gekk hann í raðir Aston Villa.

Traore hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína, en ekki minna fyrir vaxtarlag sitt. Hann sagði nýlega að hann lyfti ekki lóðum.

Romain Saiss, liðsfélagi Traore, segir það rétt og segir hann einnig að félög úr NFL-deildinni (amerískur fótbolti) hafi haft samband við Spánverjann.

„Kannsk felur hann líkamsrækt heima hjá sér, en á æfingu, þá lyftir hann aldrei lóðum, hvort sem það sé bekkpressa eða eitthvað annað. Hann er stór og mjög fljótur," sagði Saiss við RMC Sport.

„Ég man að ég sagði einu sinni við hann: 'Þú hleypur eins og leikmaður í amerískum fótbolta'. Hann svaraði með því að segja mér að félög í NFL-deildinni hafi reynt að fá hann yfir í amerískan fótbolta þegar hann var hjá Barcelona. Hann var með það mikinn sprengikraft."

Wolves er í augnablikinu í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Newcastle á heimavelli um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner