Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. janúar 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fullkomin blanda af því að vera gjörsamlega klikkuð en samt taktískt klár"
Alltaf gaman með Ingibjörgu utan vallar
Alltaf gaman með Ingibjörgu utan vallar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg átti gjörsamlega frábært tímabil á skilið allt það hrós sem hún hefur fengið, var besti leikmaður deildarinnar ekki spurning og vann tvöfalt sem er magnað afrek
Ingibjörg átti gjörsamlega frábært tímabil á skilið allt það hrós sem hún hefur fengið, var besti leikmaður deildarinnar ekki spurning og vann tvöfalt sem er magnað afrek
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir átti frábært tímabil með Vålerenga. Hún varð tvöfaldur meistari í Noregi, deildar- og bikarmeistari ásamt því að vera valin í lið ársins og stóð uppi sem leikmaður ársins í Noregi. Loks var Ingibjörg áttunda í kjörinu á Íþróttamanni ársins.

Ingibjörg leikur í hjarta varnarinnar við hliðina á Glódísi Perlu Viggósdóttur. Glódís var í viðtali við Fótbolta.net í gær og var hún spurð út í samherja sinn í landsliðinu.

Viðtalið við Glódísi:
„Finnst ég vera klár í næsta skref"

Hvað geturu sagt um Ingibjörgu sem leikmann, liðsfélaga og persónu?

„Ingibjörg er er rosaleg keppnismanneskja og er svona einhvernvegin fullkomin blanda af því að vera gjörsamlega klikkuð en samt taktískt klár. Frábær varnarmaður og líður vel með boltann. Þetta er held ég fyrsta árið sem við fáum að spila saman sem hafsentapar og mér finnst við hafa náð ótrúlega vel saman. Ingibjörg átti gjörsamlega frábært tímabil á skilið allt það hrós sem hún hefur fengið, var besti leikmaður deildarinnar ekki spurning og vann tvöfalt sem er magnað afrek," sagði Glódís.

Er auðvelt að samgleðjast með Ingibjörgu?

„Það er ótrúlega auðvelt að samgleðjast Ingibjörgu því hún er frábær liðsfélagi inná vellinum sem vill gera allt fyrir liðið og alltaf gaman með henni utan vallar."

Sjá einnig:
Magnað ár Ingibjargar - Ætlar að verða einn besti miðvörður í heimi (14. des '20)
Ingibjörg: Ákvað snemma að ég myndi ná langt (28. nóv '19)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner