Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. janúar 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Simeone gæti hætt hjá Atletico Madrid í sumar
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var niðurlútur eftir 1-0 tap liðsins gegn Cornella í spænska konungsbikarnum í gær.

Cornella spilar í spænsku C-deildinni en úrslitin í gær voru mjög óvænt.

Eftir leik gaf Simeone í skyn að hann muni mögulega hætta með lið Atletico í sumar.

„Þessi keppni (bikarkeppnin) hefur ekki veit okkur mikla gleði undanfarin ár og við þurfum að finna lausnir á því ef ég verð hérna á næsta ári," sagði Simeone svekktur.

Simeone hefur þjálfað Atletico Madrid síðan árið 2011 en hann gerði liðið að meisturum á Spáni árið 2014 og fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 og 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner