Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 07. janúar 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Leiðinlegt að þetta hafi verið á sama tíma og lokakeppnin"
Icelandair
Willum Þór Willumsson
Willum Þór Willumsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson, leikmaður BATE Borisov í Hvíta Rússlandi, segir það mikinn heiður að fá kallið í íslenska A-landsliðið en var þó ekki leikfær fyrir leikina í janúar.

Íslenski miðjumaðurinn er að ná sér upp úr erfiðum meiðslum og er að gera sig kláran fyrir nýtt tímabil.

Hann á að baki einn A-landsleik sem hann spilaði árið 2019 gegn Eistlandi og þá var hann valinn í hópinn í mars en segir það erfitt að hafa misst af lokakeppni EM hjá U21 árs landsliðinu sem var spiluð á sama tíma.

„Það er alltaf heiður að vera valinn í A-landsliðið og geggjuð tilfinnining en leiðinlegt að þetta hafi verið á sama tíma og lokakeppnin en maður tekur alltaf A-landsliðið framyfir," sagði Willum við Fótbolta.net.

Willum fékk kallið fyrir leiki Íslands í janúar en er ekki orðinn leikfær og ákvað því að gefa ekki kost á sér í verkefnið að þessu sinni og einbeita sér að koma sér í gang með BATE sem hefur undirbúningstímabilið bráðlega.
Loksins að ná sér af meiðslum - „Kröfurnar eru fyrsta sætið og ekkert annað"
Athugasemdir
banner
banner
banner