Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. janúar 2022 18:56
Victor Pálsson
Mourinho hljóp inná völlinn til að stöðva Abraham
Mynd: EPA
Jose Mourinho, stjóri Roma, sá sína menn tapa 3-1 gegn AC Milan í gær þar sem Tammy Abraham gerði eina mark liðsins á útivelli.

Abraham var á hálum ís allan leikinn en hann fékk að líta gult spjald fyrir brot strax á sjöttu mínútu leiksins.

Seinna í leiknum voru ákveðnir leikmenn beggja liða byrjaðir að rífast heiftarlega innan vallar og var Abraham einn af þeim.

Mourinho passaði upp á sinn mann Abraham með því að skokka inn á völlinn og draga hann burt frá þessum rifrildum til að koma í veg fyrir annað gult spjald og þar með rautt.

Þetta atvik er ansi umtalað á samskiptamiðlinum Twitter þar sem má sjá myndir af Mourinho róa Abraham niður og koma honum burt.

Því miður fyrir Mourinho og hans menn þá tapaðist leikurinn en Abraham skoraði eina mark liðsins á 40. mínútu og lagaði stöðuna í 2-1.


Athugasemdir
banner
banner