Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 07. janúar 2022 23:00
Victor Pálsson
Staðfestir að miðvörður komi í janúar
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini, yfirmaður knattspyrnumála AC Milan, hefur staðfest það að félagið ætli að bæta við sig miðverði í janúar.

Einn af þeim sem er sterklega orðaður við félagið er Sven Botman hjá Lille en franska félagið hefur engan áhuga á að selja.

Simon Kjær er einn mikilvægasti leikmaður Milan og hvað þá í vörninni en hann mun ekki spila meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Maldini hefur því staðfest að miðvörður verði fenginn inn í janúar og gæti það endað í lánssamningi.

„Við munum klárlega reyna við miðvörð. Við sjáum til hvort það verði á láni eða ekki," sagði Maldini í samtali við DAZN.

„Botman er mjög góður leikmaður og er samningsbundinn til 2023 - hann er þó ekki eini góði möguleikinn. Það eru aðrir miðverðir sem eru fáanlegir."
Athugasemdir
banner
banner
banner