Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 07. janúar 2023 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Al Nassr losar Aboubakar til að gera pláss fyrir Ronaldo
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo er nýr leikmaður Al Nassr í Sádí-Arabíu en félagið var með alltof marga erlenda leikmenn skráða í hópinn sinn eftir komu Ronaldo.


Al Nassr hefur því ákveðið að leysa Vincent Aboubakar undan samningi en þessi kamerúnski sóknarmaður gerði 12 mörk í 34 leikjum með félaginu.

Aboubakar þótti ekki skora nóg fyrir Al Nassr og ákvað félagið að halda frekar Brasilíumanninum Anderson Talisca sem er með 31 mark í 38 leikjum.

Aboubakar skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í riðlakeppni HM í Katar í desember.

Það verður áhugavert að fylgjast með gengi Ronaldo í arabíska boltanum og hvort honum takist að bæta einhver markamet.


Athugasemdir
banner
banner
banner