Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 07. janúar 2023 11:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska bikarnum: Nær Kane markametinu?
Mynd: Getty Images

Antonio Conte stjóri Tottenham stillir upp sterku liði sem fær Portsmouth í heimsókn kl. 12:30 í enska bikarnum í dag.


Heung Min Son og Harry Kane eru saman frammi en Kane er tveimur mörkum frá því að jafna Jimmy Greaves í markaskorun en Greaves er markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi.

Fraser Forster er í markinu á kostnað Hugo Lloris.

Youri Tielemans fyrirliði Leicester leiðir liðið út á völl sem mætir Gillingham. Þá eru Jamie Vardy og Kelechi Iheanacho í fremstu víglínu.

Þá mætast Crystal Palace og Southampton í úrvalsdeildarslag. Það eru tvær breytinar á Palace liðinu sem tapaðig egn Tottenham í deildinni.

Odsonne Edouard og WIll Hughes koma inn í liðið fyrir Eberechi Eze og Jeffrey Schlupp. Joe Arribo, Adam Armstrong og Caleta-Car koma inn í lið Southampton sem tapaði gegn Forest í vikunni.

Tottenham: Forster; Sanchez, Tanganga, Davies; Emerson, Sarr, Bissouma, Sessegnon; Gil, Kane, Son.

Leicester: Iversen; Soyuncu, Vestergaard, Brunt; Albrighton, Mendy, Tielemans, McAteer; Perez; Vardy, Iheanacho.

Crystal Palace: V Guaita, N Clyne, J Andersen, M Guehi, J Ward (c), M Olise, C Doucoure, W Hughes, J Ayew, O Edouard, W Zaha

Southampton: G Bazunu, Silveira Neves Vojnovic, D Caleta-Car, M Salisu, A Maitland-Niles,J Ward-Prowse (c), J Aribo, R Perraud, A Armstrong, C Adams, S Edozie


Athugasemdir
banner
banner
banner