Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. janúar 2023 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Liverpool og Wolves mætast aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Liverpool 2 - 2 Wolves
0-1 Goncalo Guedes ('26)
1-1 Darwin Nunez ('45)
2-1 Mohamed Salah ('52)
2-2 Hwang Hee-Chan ('67)


Liverpool og Wolves gerðu jafntefli í 64-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld og þurfa því að endurspila leikinn. Liðin mættust á Anfield en munu eigast næst við á Molineux í Wolverhampton.

Alisson Becker reyndist ólíklegur skúrkur í liði Liverpool í dag þar sem hann gaf bæði mörkin sem Úlfarnir skoruðu. Goncalo Guedes tók forystuna á 26. mínútu eftir að Alisson sendi boltann á hann - auðvelt fyrir Guedes sem lagði boltann í opið markið.

Darwin Nunez jafnaði skömmu fyrir leikhlé eftir frábæra sendingu frá Trent Alexander-Arnold. Svo gerði Mohamed Salah vel að fara inn í sendingu og koma Liverpool yfir í upphafi síðari hálfleiks, staðan orðin 2-1 og útlitið bjart fyrir heimamenn.

Leikurinn var þó áfram opinn og jafn og tókst Hwang Hee-Chan að jafna á 67. mínútu. Skot hans sem virtist mislukkað fór af varnarmanni og lak í gegnum klofið á Alisson sem hefði átt að gera betur.

Liðin héldu áfram að skiptast á að sækja en það voru Úlfarnir sem komu boltanum næst í netið. Brjáluð fagnaðarlæti brutust út þegar Toti setti boltann í netið eftir hornspyrnu og voru leikmenn afar lengi að átta sig á því að flagg aðstoðardómarans var uppi. Rangstaða dæmd.

VAR teymið endurskoðaði atvikið en komst ekki að niðurstöðu vegna vandræða með myndavélarnar á Anfield. Það var engin myndavél með sjónarhorn á meintri rangstöðu og því gátu VAR dómararnir ekki annað gert en leyft upprunalegu ákvörðuninni að standa.

Meira var ekki skorað og lokatölur reyndust 2-2. 


Athugasemdir
banner