Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 07. janúar 2023 17:41
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Madrid tapaði í Villarreal
Mynd: EPA

Villarreal 2 - 1 Real Madrid
1-0 Yeremy Pino ('47)
1-1 Karim Benzema ('60, víti)
2-1 Gerard Moreno ('63, víti)


Ríkjandi Spánarmeistarar Real Madrid voru að tapa sínum öðrum leik á deildartímabilinu rétt í þessu er þeir heimsóttu Villarreal, sem leikur undir stjórn Quique Setien.

Staðan var markalaus í leikhlé en Yeremy Pino kom heimamönnum í Villarreal yfir strax í upphafi síðari hálfleiks eftir slæma sendingu Ferland Mendy úr vinstri bakverði. Mendy gaf boltann beint á andstæðing sinn, Gerard Moreno, sem lagði svo upp fyrir Pino.

Tæpum stundarfjórðungi síðar fengu gestirnir úr Madríd dæmda vítaspyrnu fyrir hendi og skoraði Karim Benzema af punktinum en gleði Madrídinga var skammlíf. Þremur mínútum síðar fengu heimamenn í Villarreal einnig vítaspyrnu dæmda fyrir hendi. Í þetta sinn var brotið afar klaufalegt þar sem David Alaba missti jafnvægið og datt með höndina á boltann.

Real reyndi að ná í jöfnunarmark en það tókst ekki gegn reynsluboltunum Pepe Reina og Raul Albiol, lokatölur 2-1. Til gamans má geta að Juan Foyth, Alberto Moreno og Francis Coquelin voru allir í byrjuarliði Villarreal ásamt Arnaut Danjuma. 

Svekkjandi tap fyrir Real Madrid og annað tap liðsins í síðustu fjórum deildarleikjum og jafnframt á öllu deildartímabilinu. Real deilir toppsæti deildarinnar með Barcelona sem á þó leik til góða, á útivelli gegn Atletico Madrid annað kvöld.

Þetta var þriðji sigur Villarreal í röð og deilir liðið fjórða sætinu með Atletico Madrid. Þar eiga bæði lið 27 stig og eru ellefu stigum eftir Real.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir