Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   þri 07. febrúar 2023 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Lánsmaður frá Everton tryggði Blackpool stig
Mynd: EPA

Blackpool 2 - 2 Huddersfield
0-1 Matthew Pearson ('36 )
1-1 Andrew Lyons ('82 )
1-2 Josh Koroma ('86 )
2-2 Josh Bowler ('90 )
Rautt spjald: Gary Madine, Blackpool ('45)


Það var sex stiga leikur í botnbaráttunni í Championship deildinni í kvöld þegar Blackpool fékk Huddersfield í heimsókn en bæði lið voru í fallsæti.

Sigurvegarinn hefði getað komist upp úr fallsæti með sigri.

Huddersfield var marki yfir í hálfleik og manni fleiri en Gary Medine leikmaður Blackpool fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Manni færri náði Blackpool að jafna metin þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Josh Koroma kom Huddersfield aftur í forystu áður en Josh Bowler lánsmaður frá Everton jafnaði metin fyrir Blackpool á síðustu mínútu venjulegsleiktíma og tryggði liðinu stig.

Bæði lið eru því áfram í fallsæti en eiga þó leik til góða á Cardiff sem er búið meið leik meira.


Athugasemdir
banner
banner
banner