Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. febrúar 2023 20:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Inzaghi verði að vinna Meistaradeildina til að bjarga starfinu
Mynd: EPA

Antonio Cassano fyrrum leikmaður Inter var lítið að hrósa liðinu þrátt fyrir sigur á erkifjendum sínum í AC Milan um helgina.


Hann heldur því fram að eina sem geti bjargað Simone Inzaghi frá því að vera rekinn sé að hann vinni Meistaradeildina í ár. Inter mætir Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Fyrir utan grannslaginn og Ofurbikarinn hefur hann ekki gert vel. Ef ég væri í hans sporum myndi ég skammast mín. 13 stigum frá Napoli sem er með verri hóp og með sjötta dýrasta hópinn," sagði Cassano.

„Hann verður að lýta í eigin barm, þetta var skelfilegt á síðasta tímabili en hann bjargaði sér á því að vinna tvo titla en nú mun það ekki bjarga honum."

Inter er, eins og Cassano bendir á, 13 stigum frá Napoli en Inter er í 2. sæti. Liðið er komið í undanúrslit ítalska bikarsins þar sem það mætir Juventus.


Athugasemdir
banner
banner
banner