Gabriel Martinelli meiddist aftan í læri í tapi Arsenal gegn Newcastle í enska deildabikarnum á miðvikudaginn og verður frá næstu vikurnar.
The Athletic greinir frá því að hann muni missa af næstu leikjum liðsins og gæti snúið til baka eftir rúman mánuð eða eftir leik liðsins gegn Chelsea þann 16. mars.
Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal þar sem liðið er mjög þunnskipað fram á við. Bukayo Saka er einnig að kljást við meiðsli aftan í læri og þá er Gabriel Jesus frá út tímabilið vegna krossbandaslita.
Arsenal er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Man Utd og spilar því ekki þessa helgina. Næsti leikur liðsins er gegn Leicester 15. febrúar.
Athugasemdir