Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 09:38
Elvar Geir Magnússon
Sessegnon tvíburarnir gætu mæst um helgina
Sessegnon tvíburabræðurnir.
Sessegnon tvíburabræðurnir.
Mynd: Getty Images
Ryan Sessegnon í leik gegn Arsenal.
Ryan Sessegnon í leik gegn Arsenal.
Mynd: EPA
Það er bikarhelgi í enska boltanum og gætu tvíburabræðurnir Steven og Ryan Sessegnon mætt hvor öðrum þegar C-deildarliðið Wigan tekur á móti úrvalsdeildarliði Fulham.

Þeir bræður eru 24 ára og spiluðu saman upp öll yngri lið Fulham og síðan saman með aðalliði félagsins.

Ryan yfirgaf Fulham 2019 og gekk í raðir Tottenham en síðasta sumar sneri hann heim til Fulham. Á sama tíma var Steven að búa sig undir sitt annað tímabil hjá Wigan.

„Þetta verður mjög sérstök tilfinning, í svona 25 mínútur allavega! Ryan er tvíburabróðir minn og þetta er gegn mínu fyrrum félagi. Við erum mjög nánir og fjölskyldan er spennt," segir Steven, sem er vinstri bakvörður, við BBC.

Foreldrar þeirra bræðra verða hinsvegar ekki á leiknum.

„Mamma og pabbi verða nægilega stressuð þegar þau horfa á annan okkar keppa. Ég held að þau geti ekki höndlað það að vera með okkur báða á vellinum á sama tíma!"

Ef þeir spila báðir þá verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast í alvöru leik. Steven hefur ekki spilað síðan 4. janúar vegna hnémeiðsla en hann er kominn aftur til æfinga og verður væntanlega í hópnum. Ryan kom inn sem varamaður í 2-1 sigri Fulham gegn Newcastle síðasta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner