Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Jota vill að Liverpool verði meistari
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: Getty Images
Diogo Jota, leikmaður Wolves, er á þeirri skoðun að Liverpool eigi að verða enskur meistari ef ekki tekst að klára tímabilið. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar níu umferðir eru eftir.

„Ef við náum ekki að klár á timabilið þá held ég að fáir yrðu á móti þessu," sagði Jota um Liverpool.

„Auðvitað eru alltaf einhverjir erkifjendur sem myndu vera á móti þessu en ég held að 95% allra yrðu sammála. Það yrði sanngjart að þeir yrðu meistarar að mínu mati."

Leikmenn Wolves æfa heima þessa dagana vegna kórónaveirunnar og Jota drepur tímann með því að spila Football Manager.

Jota er að stýra utandeildarliði Telford United. „Ég er nú þegar kominn á árið 2029," sagði Jota léttur í viðtali við The Guardian.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner