Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margrét Lára var spurð um vegabréf í sjötta flokki
Margrét Lára Viðarsdóttir: Fótboltinn var númer eitt, tvö og tíu.
Margrét Lára Viðarsdóttir: Fótboltinn var númer eitt, tvö og tíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslandssögunnar, ræddi við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar valdi hún draumalið sitt frá ferlinum en skórnir fóru upp á hillu undir lok síðasta árs eftir glæstan feril.

Margrét Lára var sjálf síðust inn í liðið og þá spurði Gummi hana hvernig leikmaður hún hefði verið.

„Góð spurning. Þú undirbjóst mig ekkert fyrir þetta," sagði Margrét og hló. „Ég var krefjandi, ég held ég hafi verið metnaðarfull og ég held ég hafi verið heppin með hugarfar. Ég hafði mikið sjálfstraust."

„Það varð til mikið í gegnum yngri flokka. Ég var ung farin að skara fram úr, en það er ekki bara jákvætt að skara fram úr. Þá færðu líka alls konar á móti þér. Ég var í sjötta flokki þegar stöðva þurfti leik því foreldrar leikmanna í liði andstæðinginsins kröfðust þess að sjá vegabréfið mitt. Ég lenti í alls konar skrítnu sem barn."

Hún segir að mótlætið hafi styrkt sig og með það hafi foreldrar hennar og þjálfarar hjálpað mikið. „Ung var ég farin að mynda sterkan skráp og sterkan karakter, en fyrst og fremst var ég bara rauðhærð, lítil fótboltastelpa með fléttur sem elskaði að spila fótbolta."

„Ég var með mikla ástríðu og fannst aldrei fórn að missa af einhverju út af fótboltanum. Fótboltinn var númer eitt, tvö og tíu og ég var tilbúin að gera allt fyrir fótboltann; tilbúinn að ná eins langt og ég gat."

Margrét segist hafa verið farin að fela það hversu mikið hún var í fótbolta. „Ég var bara í fótbolta og ég var farin að vela það. Ég var úti í garði þar sem enginn sá. Það þótti ekkert sérstaklega 'kúl' að vera 18 ára í fótbolta eitthvað aukalega."

Margrét Lára lagði skóna á hilluna 33 ára gömul í nóvember síðastliðnum.

Margrét Lára skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Á ferli sínum varð Margrét Lára fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. Hún vann gullskóinn í efstu deild fjórum sinnum og hlaut nafnbótina Íþróttamaður ársins árið 2007.

Hún ólst upp hjá ÍBV en hún gekk í raðir Vals fyrir sumarið 2005. Margrét spilaði á ferlinum bæði með Kristianstad og Linköpings í Svíþjóð sem og með Duisburg og Turbine Potsdam í Þýskalandi. Hún lauk ferlinum með Val þar sem hún varð Íslandsmeistari síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner