Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   sun 07. apríl 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðari var kalt á bekknum: Áttum klárlega að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag þegar liðið gerði jafntefli gegn HK í 1. umferð Bestu deildarinnar á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Mér fannst við vera töluvert sterkara lið. Þeir eru seigir í því sem þeir eru að gera. Við sköpuðum okkur, ég veit ekki hvað mörg færi en nýttum þau ekki nógu vel. Við áttum klárlega að vinna leikinn í dag ef þú horfir á færin," sagði Viðar Örn.

KA menn óðu í færum á tímabili í leiknum og Viðari fór að klæja í tærnar að koma inn á.

„Já að sjálfsögðu en það var ákveðið fyrir leikinn að ég myndi ekki spila meira en 15-20 mínútur. Ég er að æfa að hörku til að komast í leikform og vera klár í næsta leik," sagði Viðar Örn.

„Það var frábær tilfinning (að koma inná). Það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum náð að pota inn einu í restina og unnið. Það var ekki létt að koma inn á, það var kalt á bekknum. Gott að ná nokkrum mínútum núna og vonandi verða þær fleiri næst."


Athugasemdir
banner
banner