Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
   sun 07. apríl 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðari var kalt á bekknum: Áttum klárlega að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag þegar liðið gerði jafntefli gegn HK í 1. umferð Bestu deildarinnar á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Mér fannst við vera töluvert sterkara lið. Þeir eru seigir í því sem þeir eru að gera. Við sköpuðum okkur, ég veit ekki hvað mörg færi en nýttum þau ekki nógu vel. Við áttum klárlega að vinna leikinn í dag ef þú horfir á færin," sagði Viðar Örn.

KA menn óðu í færum á tímabili í leiknum og Viðari fór að klæja í tærnar að koma inn á.

„Já að sjálfsögðu en það var ákveðið fyrir leikinn að ég myndi ekki spila meira en 15-20 mínútur. Ég er að æfa að hörku til að komast í leikform og vera klár í næsta leik," sagði Viðar Örn.

„Það var frábær tilfinning (að koma inná). Það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum náð að pota inn einu í restina og unnið. Það var ekki létt að koma inn á, það var kalt á bekknum. Gott að ná nokkrum mínútum núna og vonandi verða þær fleiri næst."


Athugasemdir
banner