Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 07. apríl 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðari var kalt á bekknum: Áttum klárlega að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag þegar liðið gerði jafntefli gegn HK í 1. umferð Bestu deildarinnar á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Mér fannst við vera töluvert sterkara lið. Þeir eru seigir í því sem þeir eru að gera. Við sköpuðum okkur, ég veit ekki hvað mörg færi en nýttum þau ekki nógu vel. Við áttum klárlega að vinna leikinn í dag ef þú horfir á færin," sagði Viðar Örn.

KA menn óðu í færum á tímabili í leiknum og Viðari fór að klæja í tærnar að koma inn á.

„Já að sjálfsögðu en það var ákveðið fyrir leikinn að ég myndi ekki spila meira en 15-20 mínútur. Ég er að æfa að hörku til að komast í leikform og vera klár í næsta leik," sagði Viðar Örn.

„Það var frábær tilfinning (að koma inná). Það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum náð að pota inn einu í restina og unnið. Það var ekki létt að koma inn á, það var kalt á bekknum. Gott að ná nokkrum mínútum núna og vonandi verða þær fleiri næst."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner