Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
banner
   sun 07. apríl 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðari var kalt á bekknum: Áttum klárlega að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag þegar liðið gerði jafntefli gegn HK í 1. umferð Bestu deildarinnar á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Mér fannst við vera töluvert sterkara lið. Þeir eru seigir í því sem þeir eru að gera. Við sköpuðum okkur, ég veit ekki hvað mörg færi en nýttum þau ekki nógu vel. Við áttum klárlega að vinna leikinn í dag ef þú horfir á færin," sagði Viðar Örn.

KA menn óðu í færum á tímabili í leiknum og Viðari fór að klæja í tærnar að koma inn á.

„Já að sjálfsögðu en það var ákveðið fyrir leikinn að ég myndi ekki spila meira en 15-20 mínútur. Ég er að æfa að hörku til að komast í leikform og vera klár í næsta leik," sagði Viðar Örn.

„Það var frábær tilfinning (að koma inná). Það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum náð að pota inn einu í restina og unnið. Það var ekki létt að koma inn á, það var kalt á bekknum. Gott að ná nokkrum mínútum núna og vonandi verða þær fleiri næst."


Athugasemdir
banner