Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 07. apríl 2024 16:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vildi skora sjö til átta mörk - „Áttum miklu miklu meira skilið"
Haddi á Akureyri í dag.
Haddi á Akureyri í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Við spiluðum frábæran fótboltaleik," sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir jafntefli gegn HK í dag.

„Skorum í fyrri hálfleik og sköpuðum urmul af færum. Maður er svekktur með úrslitin en spiluðum frábæran leik, ég hefði viljað skora svona sjö til átta mörk."


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Haddi kýs að horfa á leikinn með jákvæðum augum og segir að frammistaða liðsins hafi verið sú besta í langan tíma.

„Svona er stundum fótboltinn. Maður getur litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum. Ef þú vilt vera neikvæður þá fengum við eitt stig, áttum miklu miklu meira skilið. Jákvætt er að frammistaðan var frábær og ef við spilum svona áfram fáum við fullt af stigum," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag eftir að hafa gengið til liðs við félagið á dögunum en hann lék síðast með CSKA 1948 í Búlgaríu.

„Hann er ótrúlega flottur og duglegur, æfir tvisvar á dag. Hann er á eftir öðrum í formi og við erum að koma honum skynsamlega inn. Hann fékk korter í dag og líður vel eftir það. Hann kemst smám saman í form og þá vitum við hvað hann getur," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner