Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
   sun 07. apríl 2024 16:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vildi skora sjö til átta mörk - „Áttum miklu miklu meira skilið"
Haddi á Akureyri í dag.
Haddi á Akureyri í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Við spiluðum frábæran fótboltaleik," sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir jafntefli gegn HK í dag.

„Skorum í fyrri hálfleik og sköpuðum urmul af færum. Maður er svekktur með úrslitin en spiluðum frábæran leik, ég hefði viljað skora svona sjö til átta mörk."


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Haddi kýs að horfa á leikinn með jákvæðum augum og segir að frammistaða liðsins hafi verið sú besta í langan tíma.

„Svona er stundum fótboltinn. Maður getur litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum. Ef þú vilt vera neikvæður þá fengum við eitt stig, áttum miklu miklu meira skilið. Jákvætt er að frammistaðan var frábær og ef við spilum svona áfram fáum við fullt af stigum," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag eftir að hafa gengið til liðs við félagið á dögunum en hann lék síðast með CSKA 1948 í Búlgaríu.

„Hann er ótrúlega flottur og duglegur, æfir tvisvar á dag. Hann er á eftir öðrum í formi og við erum að koma honum skynsamlega inn. Hann fékk korter í dag og líður vel eftir það. Hann kemst smám saman í form og þá vitum við hvað hann getur," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner