Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   sun 07. apríl 2024 16:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vildi skora sjö til átta mörk - „Áttum miklu miklu meira skilið"
Haddi á Akureyri í dag.
Haddi á Akureyri í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Við spiluðum frábæran fótboltaleik," sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir jafntefli gegn HK í dag.

„Skorum í fyrri hálfleik og sköpuðum urmul af færum. Maður er svekktur með úrslitin en spiluðum frábæran leik, ég hefði viljað skora svona sjö til átta mörk."


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Haddi kýs að horfa á leikinn með jákvæðum augum og segir að frammistaða liðsins hafi verið sú besta í langan tíma.

„Svona er stundum fótboltinn. Maður getur litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum. Ef þú vilt vera neikvæður þá fengum við eitt stig, áttum miklu miklu meira skilið. Jákvætt er að frammistaðan var frábær og ef við spilum svona áfram fáum við fullt af stigum," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag eftir að hafa gengið til liðs við félagið á dögunum en hann lék síðast með CSKA 1948 í Búlgaríu.

„Hann er ótrúlega flottur og duglegur, æfir tvisvar á dag. Hann er á eftir öðrum í formi og við erum að koma honum skynsamlega inn. Hann fékk korter í dag og líður vel eftir það. Hann kemst smám saman í form og þá vitum við hvað hann getur," sagði Haddi.


Athugasemdir